24.7.2009 | 11:39
Steypa!
Já mér hefur aldrei fundist það meika mikið sens að leyfa 17 ára krökkum að keyra og þannig bera ábyrgð á lífum allra í kringum sig í umferðinni á meðan þessir sömu krakkar hafa ekki rétt til að bera ábyrgð á eigin líkama (þ.e.a.s. með því að neyta áfengi) fyrr en 3 árum seinna, og 2 árum eftir að ríkið segir þau sjálfráða. Finnst ekkert að því að krakkar fái bílpróf 17 ára, er alls ekki að segja það, en miðað við ábyrgðina og hætturnar sem því fylgja get ég ekki séð rökin fyrir því að banna áfengi eftir 18 ára aldur :S
Og þessi farþega regla er tóm steypa, jeminn... ímynda mér að ef hún færi í gegn myndi hún hreinlega gleymast, sé einmitt ekki fyrir mér að löggan fari að stoppa bíla til að telja farþega og sjá aldur ökumanna! Og af hverju gildir reglan til kl. 9 á morgnanna, meiga semsagt vinir ekki keyra saman í vinnuna t.d.? Æ æ æ, meira ruglið!
Ólíklegt að höft á unga ökumenn skili árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Finnst að það mætti takmarka ökuréttindi 17 ára unglinga t.d. vera með takmarkaðum ökutíma t.d.milli kl. 7-22 og ekki án farþega nema yfir 25 ára.Erfitt að framfylgja þessu einsog löggæslan er fámenn en gott að unglingarnir fái þjálfun en kannski ekki með jafnöldrunum um miðja nótt. Í raun þá séu 17 ára krakkar á einhvers konar æfingaleyfi.
Hörður Halldórsson, 24.7.2009 kl. 12:16
hörður
með takmarkaðum ökutíma t.d.milli kl. 7-22 þá eru margir sem geta ekki farið í vinnuna á bíl þar sem að magir 17 ára unglingar... þar á meðal ég eru að vinna til klukkan 22 eða jafnvel lengur... ég hef meðal annars verið að vinna til kl 2 á sumum álagstímum og þá má ég mæta í vinnuna á bíl en verð að taka leigubíl heim afþví að ég má ekki keyra á þessum tíma
þetta einhvernskonar æfingaleyfi þetta er nákvæmlega eins og venjulegt æfingaleyfi....
nema að í venjulegu æfingarleyfi hefur þú leyfi til að keyra um frá 00 til 00 daginn eftir.
þannig að í raun væri þetta eins og að láta krakka taka fyrst æfingarleyfi þar sem að þau væru alveg frjálsir tímar og þegar 1 ár er búið af því að setja þá tímatakmarkanir.
Hermann Karl Björnsson, 24.7.2009 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.