Færsluflokkur: Bloggar

Steypa!

Já mér hefur aldrei fundist það meika mikið sens að leyfa 17 ára krökkum að keyra og þannig bera ábyrgð á lífum allra í kringum sig í umferðinni á meðan þessir sömu krakkar hafa ekki rétt til að bera ábyrgð á eigin líkama (þ.e.a.s. með því að neyta áfengi) fyrr en 3 árum seinna, og 2 árum eftir að ríkið segir þau sjálfráða. Finnst ekkert að því að krakkar fái bílpróf 17 ára, er alls ekki að segja það, en miðað við ábyrgðina og hætturnar sem því fylgja get ég ekki séð rökin fyrir því að banna áfengi eftir 18 ára aldur :S

 Og þessi farþega regla er tóm steypa, jeminn... ímynda mér að ef hún færi í gegn myndi hún hreinlega gleymast, sé einmitt ekki fyrir mér að löggan fari að stoppa bíla til að telja farþega og sjá aldur ökumanna! Og af hverju gildir reglan til kl. 9 á morgnanna, meiga semsagt vinir ekki keyra saman í vinnuna t.d.? Æ æ æ, meira ruglið! 


mbl.is Ólíklegt að höft á unga ökumenn skili árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband